NPU (Nordisk Post Union)

NPU (Nordisk Post Union), Norræna póstsambandið.

Póstmannafélag Íslands hefur verið aðili að Norræna póstsambandinu frá 1968.
Öll norrænu póstmannafélögin eru aðilar að sambandinu.
Fulltrúar allra félaganna hittast einu sinni á ári, til skiptis í hverju aðildarlandanna og ræða sín hagsmunamál.

Í ár var NPU ráðstefnan haldin á Íslandi dagana 24.-25. júní, mánudag og þriðjudag.
Komu þar saman starfsfólk 7 stéttarfélaga frá 6 löndum. Ásamt Íslandi voru það Danmörk, Finnland, Færeyjar, Noregur og Svíþjóð.
Gestur fundarins á þriðjudeginum var Hörður Jónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandspósts. Flutti hann erindi um stöðu mála póstsins hér á landi og erlendis.

Í lok ráðstefnu var farið með hópinn í stutt ferðalag um Reykjanesið. Komið var við á pósthúsinu í Reykjanesbæ og tók Gunnlaugur Árni Jónsson fulltrúi á pósthúsinu þar vel á móti hópnum og fór yfir starfsemina þar.

Gerd Øiahals frá Noregi
Daniel Hansen og Sandra Svensk frá Svíþjóð
Hildigerð Djurhuus og Petra Clementsen frá Færeyjum
Heidi Nieminen og Jussi Saariketo frá Finnlandi
Kim Thomsen og Jess Hansen frá Danmörku
Hörður Jónsson framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Íslandspósts
Gunnlaugur Árni Jónsson fulltrúi á pósthúsinu í Reykjanesbæ