NPU (Nordisk Post Union), Norræna póstsambandið.
Póstmannafélag Íslands hefur verið aðili að Norræna póstsambandinu frá 1968.
Öll norrænu póstmannafélögin eru aðilar að sambandinu.
Fulltrúar allra félaganna hittast einu sinni á ári, til skiptis í hverju aðildarlandanna og ræða sín hagsmunamál.
Í ár var NPU ráðstefnan haldin á Íslandi dagana 24.-25. júní, mánudag og þriðjudag.
Komu þar saman starfsfólk 7 stéttarfélaga frá 6 löndum. Ásamt Íslandi voru það Danmörk, Finnland, Færeyjar, Noregur og Svíþjóð.
Gestur fundarins á þriðjudeginum var Hörður Jónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandspósts. Flutti hann erindi um stöðu mála póstsins hér á landi og erlendis.
Í lok ráðstefnu var farið með hópinn í stutt ferðalag um Reykjanesið. Komið var við á pósthúsinu í Reykjanesbæ og tók Gunnlaugur Árni Jónsson fulltrúi á pósthúsinu þar vel á móti hópnum og fór yfir starfsemina þar.









