Sumarferð Eftirlaunadeildar 2024

Þriðjudaginn 2. júlí var farið í sumarferð Eftirlaunadeildar.
Ekið var með hópinn inn Hvalfjörð í átt að Borgarfirði. Fararstjóri ferðarinnar var Ragnheiður Björnsdóttir.
Fyrsti viðkomustaður var Hernámssetrið á Hlöðum. Þar hefur Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli, komið upp mjög merkilegu safni ljósmynda og margvíslegra muna sem tengjast þessu eftirminnilega ástandi í sögu Íslendinga á síðari tímum.
Næst var farið að Hallgrímskirkju í Saurbæ, einnig þekkt sem Saurbæjarkirkja. Séra Kristján Valur Ingólfsson fór þar yfir sögu kirkjunnar í Saurbæ.
Ekið var svo um Dragháls og var farið að Hraunfossum.
Ullarselið á Hvanneyri var svo heimsótt, þar bauðst hópnum að skoða merkilega sýningu sem ber nafnið „Konur í landbúnaði í 100 ár“.
Lauk ferðinni með kvöldverði á Laxárbakka í Leirársveit.