Í gær fór fram trúnaðarmannanámskeið á Grettisgötu fyrir trúnaðarmenn PFÍ.
Markmið trúnaðarmannanámskeiða er að styrkja og efla trúnaðarmenn í sínum störfum.
Kennsla og umsjón námskeiðsins var í höndum Sigurlaugar Gröndal frá Félagsmálaskóli Alþýðu. Námsefnið að þessu sinni var „Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða“.
Þessi hópur var einstaklega skemmtilegur og jákvæður sem hafði áhuga á að styrkja sig sem trúnaðarmenn á sínum vinnustað. Sköpuðust miklar, uppbyggilegar og fjörugar umræður.