Miðvikudaginn 4. desember hélt eftirlaunadeildin sitt árlega aðventukaffi, þar sem allir nutu notalegrar stundar saman í hátíðlegu andrúmslofti. Lesin var jólasaga, og Guðrún Eva Mínervudóttir heiðraði viðburðinn með því að lesa upp úr bók sinni Í skugga trjánna. Gestir fengu tækifæri til að skoða myndir frá sumarferðinni sem rifjuðu upp góðar minningar úr ljúfu ferðalagi. Að auki stóð stjórn eftirlaunadeildar fyrir happdrætti með glæsilegum vinningum. Gestir gæddu sér á kaffi, heitu súkkulaði, tertum og jólagóðgæti, og nutu samverunnar í anda jólanna.