Kæru félagsmenn
Við viljum tilkynna að í dag urðu eigendaskipti á orlofshúsinu á Illugastöðum, sem hefur verið í eigu Póstmannafélags Íslands um áratuga skeið. Húsið hefur nú verið selt, og með því lýkur merkilegum kafla í sögu félagsins.
Illugastaðir hafa um árabil verið einstakur samverustaður fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra, þar sem margar ógleymanlegar minningar hafa verið skapaðar. Við vitum að margir félagsmenn munu sakna þessa staðar, sem hefur verið ómetanlegur hluti af samfélagi okkar. Við vonum að góðu minningarnar frá þessum fallega stað verði varðveittar í hjörtum okkar allra.
Þrátt fyrir þessi eigandaskipti bjóðum við félagsmönnum áfram upp á fjölbreytt úrval af orlofseignum. Félagið á í dag þrjú hús í Munaðarnesi, tvö á Eiðum og íbúðir bæði á Akureyri og í Reykjavík. Þessar eignir eru tilvaldar fyrir fjölskyldur og vini til að njóta frístunda saman og skapa nýjar minningar.
Um leið og við kveðjum Illugastaði munum við horfa fram á veginn og halda áfram að skapa tækifæri fyrir félagsmenn til að njóta samveru og samheldni í orlofseignum félagsins og á öðrum vettvangi.
Takk fyrir öll þau ár sem þið gerðuð Illugastaði að lifandi og kærum stað.
