Leiga á orlofshúsum á Illugastöðum

Kæru félagsmenn.
Eins og margir vita seldi félagið nýlega orlofshúsið sitt á Illugastöðum. Við erum þó ánægð að tilkynna að samið hefur verið við umsjónarmann staðarins, sem gerir félagsmönnum kleift að kanna möguleika á leigu yfir vetrartímann.
Til að bóka leigu í vetur þurfa félagsmenn að hafa samband við umsjónarmann í síma 462-6199 eða með því að senda tölvupóst á illugastadir@simnet.is
Ef einhver hús eru laus hjá umsjónarmanni, geta félagsmenn leigt þau á þessum tíma.