Kæra félagsfólk PFÍ
Nú er tækifæri til að vera með. Framboð til trúnaðarmanna PFÍ er hafið, og við leitum að öflugum einstaklingum sem vilja standa vörð um réttindi og hagsmuni félagsmanna.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt og láta rödd þína heyrast, skilaðu inn framboði fyrir 24. febrúar 2025.
Trúnaðarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn og munu því starfa frá 2025 til 2027.
Sendu tölvupóst á pfi@bsrb.is eða hafðu samband við skrifstofu PFÍ í síma 525 8370 til að skila inn framboði. Í framboðinu skaltu tilgreina nafn, starf og vinnustað.
Komi til kosninga munu þær standa yfir frá 28. febrúar – 7. mars 2025
Saman stöndum við sterkari!
