Kosning trúnaðarmanna PFÍ

Kæra félagsfólk PFÍ

Kosning trúnaðarmanna hefst kl. 12:00 í dag og lýkur kl. 11:00 föstudaginn 7. mars. Kosningin er rafræn, og fær allt félagsfólk SMS með upplýsingum þegar kosningin hefst.

Breyting á fjölda trúnaðarmanna og svæðaskiptingu:
Samkvæmt kjarasamningi hefur verið gerð breyting á fjölda trúnaðarmanna og svæðaskiptingu þeirra. Landinu er nú skipt í þrjú svæði með eftirfarandi fjölda trúnaðarmanna:

✅ Vesturland, Vestfirðir og Norðurland – 2 trúnaðarmenn (3 buðu sig fram, kosið verður hér)
✅ Austurland, Suðurland og Reykjanes – 2 trúnaðarmenn (2 buðu sig fram, ekki kosið)
✅ Höfuðborgarsvæðið – 3 trúnaðarmenn (4 buðu sig fram, kosið verður hér)

Við hvetjum allt félagsfólk á viðkomandi svæðum til að taka þátt og hafa áhrif á val trúnaðarmanna.

Vertu með og tryggðu að þinn fulltrúi fái þinn stuðning!