Framboð til formanns og stjórnar PFÍ 2025

Kjörstjórn Póstmannafélags Íslands (PFÍ) sendi frá sér auglýsingu 12. mars 2025 vegna framboðs til formanns og stjórnar PFÍ 2025. Aðeins bárust framboð frá núverandi formanni og stjórnarmönnum og teljast þau því sjálfkjörin til næstu tveggja ára 2025 – 2027:

Formaður: Jóhanna Fríður Bjarnadóttir
Stjórnarmenn: Anna Sævarsdóttir og Andri Vífilsson
Varamaður í stjórn: Runólfur Eymundsson

Hægt er að nálgast upplýsingar um stjórn félagsins hér.

Kjörstjórn PFÍ