Tölum saman – Einmannaleiki og félagsleg einangrun
Let’s talk – Loneliness and social isolation
Porozmawiajmy – Samotność i izolacja społeczna
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið stendur fyrir vitundarvakningu um félagslega einangrun undir yfirskriftinni Tölum saman. Með því vill ráðuneytið vekja athygli almennings á því hve alvarleg félagsleg einangrun getur verið og hvernig við getum öll verið hluti af lausninni.
Á vefnum island.is/felagsleg-einangrun má finna upplýsingar um einkenni félagslegrar einangrunar, ásamt úrræðum og leiðum sem geta styrkt félagsleg tengsl og bætt líðan.
Einnig eru þar aðgengilegir bæklingar á íslensku, ensku og pólsku (PDF) með hagnýtum upplýsingum og stuðningi.
Við hvetjum félagsfólk til að kynna sér efnið og hafa þetta í huga – bæði fyrir sjálfa sig og aðra í kringum sig.
