Þann 1. júlí sl. fór eftirlaunadeild PFÍ í sína árlegu sumarferð og tókst hún afar vel. Lagt var af stað frá Breiðholtskirkju kl. 9 um morguninn, með Ragnheiði Björnsdóttur sem leiðsögumann. Veðrið var dásamlegt og skapaði einstaka stemningu alla ferðina.
Fyrsti áfangastaður dagsins var Skógar, þar sem snæddur var hádegisverður á Freya Café. Að máltíð lokinni heimsótti hópurinn safnsvæðið á Skógum. Þar var farið með leiðsögn um Byggðasafnið, og að því loknu var gengið um Húsasafnið og Samgöngusafnið skoðað, þar sem margt tengt sögu póstsins vakti sérstaka athygli.
Eftir safnaheimsóknina var ekið upp í Fljótshlíð og komið við í fallega Múlakoti. Síðasti viðkomustaðurinn var Selfossi, þar sem gengið var um Miðbæ Selfoss, og að því loknu snæddi hópurinn kvöldverð á Tryggvaskála.

































































