25 ár frá opnun þjónustuvers Póstsins á Akureyri

Í dag eru 25 ár liðin frá því að þjónustuver Póstsins opnaði í húsnæði við Strandgötu á Akureyri. 🎉

Póstmannafélagið óskar starfsfólki innilega til hamingju með daginn!🥳

Fanney Bergrós Pétursdóttir, þjónustustjóri í þjónustuverinu og Laufey Böðvarsdóttir hópstjóri í þjónustuverinu sjást hér í afmælisskapi að fara að gæða sér á tertu í tilefni dagsins og að sjálfsögðu klæddar bleiku á Bleika deginum 🩷