Eftirlaunadeild Póstmannafélags Íslands hefur starfað frá 1979. Félagsmenn eru um 225 í deildinni. Aðalfund á að halda í febrúar ár hvert.
Sumarferð Eftirlaunadeildar PFÍ er farin í byrjun júlí á hverju sumri. Ferðin er dagsferð um Suðurland eða Vesturland. Heimsóttir eru sögulegir og áhugaverðir staðir og söfn. Snæddur er léttur hádegisverður. Kvöldverður hefur verið í boði Íslandspósts. Mikil ánægja er með þessar ferðir og er nánast alltaf fullt í þær.
Í byrjun aðventu er haldinn aðventufagnaður að Grettisgötu 89 í húsnæði félagsins. Alltaf er í boði heitt súkkulaði og meðlæti. Lesin jólasaga og rithöfundar koma og lesa úr nýjum bókum. Ekki má gleyma happdrættinu þar sem margt góðra vinninga er í boði.
Allir Póstmenn velkomnir sem hafa látið af störfum vegna aldurs.
Starfsreglur eftirlaunadeildar PFÍ
1. gr.
Eftirlaunadeild PFÍ er stofnuð samkvæmt heimild í lögum félagsins frá 1979. Rétt til aðildar eiga:
Allir félagsmenn PFÍ sem látið hafa af störfum fyrir aldurssakir og hafa hafið töku eftirlauna.
2. gr.
Deildin starfar í samráði við félagsstjórn PFÍ.
3. gr.
Aðalfundur eftirlaunadeildar kýs sér 5 manna deildarstjórn til tveggja ára í senn og skal fulltrúi hennar eiga sæti í trúnaðarráði Póstmannafélagsins.
4. gr.
Í febrúar ár hvert skal halda aðalfund deildarinnar. Á þeim fundi skulu forráðamenn gefa skýrslu um starfsemina á liðnu starfsári. Bóka skal gerðir allra funda.
5. gr.
Starfsreglur skulu bornar upp á félagsfundi til samþykktar og öðlast þegar gildi