Póstmannafélags Íslands
Þannig samþykkt á aðalfundi félagsins 28.4.1987, br.25.4 1990 og 26.3.2009.
1. gr.
Sjóðurinn heitir Vinnudeilusjóður Póstmannafélags Íslands.
2.gr.
Tilgangur sjóðsins er að veita fjárhagslega aðstoð þeim félagsmönnum, sem lagt hafa niður vinnu vegna vinnudeilna félagsins. Einnig er heimilt að greiða kostnað vegna vinnudeilna, þó ekki venjulegan samningakostnað.
3.gr.
Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur mönnum, kosnum á aðalfundi til tveggja ára í senn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Stjórn sjóðsins fer með framkvæmdavald hans en gerir aðalfundi PFÍ ár hvert grein fyrir störfum sínum og stöðu sjóðsins. Reikningar hans skulu endurskoðaðir af skoðunarmönnum reikninga Póstmannafélagsins.
4 .gr.
Fastar tekjur sjóðsins skulu vera ákveðinn hundraðshluti félags- og vinnuréttindagjalda er innheimtist ár hvert. Skal aðalfundur félagsins hverju sinni ákveða hver hlutur Vinnudeilusjóðs skuli vera á viðkomandi ári.
5. gr.
Úthlutun úr sjóðnum er háð eftirfarandi reglum:
- Allir félagar í PFÍ eiga rétt á styrk úr sjóðnum með þeim undantekningum, sem segir í 3. lið 5. gr. og í 7. gr.
- Þeir félagar er leggja niður störf í verkfalli eiga rétt á föstum greiðslum miðað við vinnuhlutfall sitt.
- Þeir félagar, sem hefja störf annars staðar meðan á vinnustöðvun stendur, missa allan rétt til greiðslu skv. 2. lið.
- Stjórnin ákveður styrkveitingar úr sjóðnum og skal halda gerðarbók um fundi sína og styrkveitingar. Stjórnin úrskurðar einnig um aðrar greiðslur úr sjóðnum. Framkvæmdastjóri félagsins eða starfsmaður í umboði hans, annast vörslu sjóðsins og útborganir eftir fyrirmælum sjóðsstjórnar.
5. gr.
Sjóðurinn skal ávaxtaður með bestu fáanlegu kjörum.
6. gr.
Enginn á rétt á styrk úr sjóðnum nema hann hafi verið fullgildur félagsmaður áður en viðkomandi vinnudeila hófst.
7. gr.
Verði ágreiningur um úthlutun getur hver einstakur félagsmaður vísað málinu til félagsstjórnar, sem fellir endanlegan úrskurð.
8. gr.
Breytingar á reglugerð þessari má aðeins gera á aðalfundi PFÍ og ná þær því aðeins samþykki að 2/3 hlutar atkvæða séu þeim fylgjandi.