Veikindaréttur

Greiðsla launa í veikindum

Geti starfsmaður ekki mætt til vinnu vegna eigin veikinda eða barna sinna ber honum að tilkynna það til verkstjóra.

Laun í veikinda- og slysaforföllum

Veikindaréttur miðast við greidda veikindadaga á 12 mánaða launatímabili. Þegar starfsmaður verður óvinnufær er við upphaf veikinda litið til þess hversu margir dagar hafa verið greiddir á síðustu 12 launamánuðum og dragast þeir frá áunnum veikindarétti. Hafi starfsmaður verið launalaus á tímabili telst það tímabil ekki með við útreikning.

Fyrsta árið greiðast tveir dagar fyrir hvern unninn mánuð
Eftir eins árs starf 2 mánuðir á hverjum 12 mánuðum
Eftir 5 ára starf 4 mánuðir á hverjum 12 mánuðum
Eftir 10 ára starf 6 mánuðir á hverjum 12 mánuðum

Sjúkrasjóður PFÍ greiðir sjúkradagpeninga ef sjóðfélagi verður, sökum veikinda eða slysa, óvinnufær og launatekjur falla niður. Sjá starfsreglur sjúkrasjóðs

Sækja þarf um sjúkradagpeninga fyrir 20. hvers mánaðar til að greiðsla geti borist um komandi mánaðamót. Með umsókn um sjúkradagpeninga þarf að fylgja læknisvottorð. Hægt er að fylla út umsóknareyðublaðið (sjá hér ofar) og prenta það út og senda til skrifstofu PFÍ ásamt gögnum.