Starfsmenntunarsjóðs
- Með umsóknum þarf að senda kvittun fyrir greiðslu á námi/námskeiði eða önnur gögn sem stjórnin telur nauðsynleg frá skóla eða námskeiðshaldara. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða. Afgreiðsla styrks gæti dregist ef kvittun vantar.
- Stjórn sjóðsins ásamt fulltrúa frá skrifstofu PFÍ heldur að jafnaði fund mánaðarlega yfir vetrartímann, þar sem fjallað er um umsóknir sem þurfa að hafa borist fyrir 20. hvers mánaðar.
- Umsækjendur eru hvattir til að vanda frágang umsókna og tilgreina nafn, kennitölu, vinnustað, starfsaldur og til hvers þeir ætla að verja styrkfé. Sá sem skilar inn ófullkomnum upplýsingum eða röngum ber áhættuna af því að umfjöllun seinki eða verði hafnað.
- Kostnaður umsækjanda við nám, námskeið, námstefnur, ráðstefnur eða annað sem hefur í för með sér sambærilega þekkingaröflun til aukningar starfshæfni og tengja má starfi umsækjanda er styrkhæf. Kostnaður vegna náms í hinu almenna skólakerfi t.d. öldungadeildum fellur hér undir svo og tölvunámskeið þó svo að umsækjandi vinni ekki að staðaldri við tölvu. Námsgagnakostnaður eða kostnaður vegna gistingar er almennt ekki greiddur. Endurhæfingarmenntun, í kjölfar þess að staða viðkomandi umsækjanda er lögð niður er einnig styrkhæf. Stjórn Starfsmenntunarsjóðs metur umsóknir vegna tómstundanámskeiða hverju sinni og getur tekið ákvarðanir um styrk vegna þeirra.
- Stjórn sjóðsins setur reglur um hámarksfjárhæðir.
- Nám/námskeið sem ekki skerðir tekjur – 130.000kr. 80% af útlögðum kostnaði.
- Ráðstefnur/námstefnur – 100.000kr.
- Tómstundanám – 60.000kr. 80% af útlögðum kostnaði. Upphæðin dregst frá hámarksfjárhæð (130.000kr).
- Ferðakostnaður vegna náms/námsskeiðs/ráðstefnu er styrkhæfur ef fjarlægð frá heimili er u.þ.b. 50km eða meiri – 30.000kr.
- Ef hvorki hefur verið sótt um starfstengdan styrk né ferðastyrk í Starfsmenntasjóðinn í þrjú ár er hægt að sækja um styrk fyrir 80% af námskeiðsgjaldi að hámarki 390.000 fyrir einu samfelldu námi. Aðeins er hægt að sækja um styrkinn í einu lagi.
Greiðslur úr sjóðnum fara fram eftir að umsækjandi hefur gert grein fyrir kostnaði t.d. með því að leggja dfram frumrit reikninga eða önnur gögn sem stjórnin telur nauðsynleg. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.
- Einungis félagar í PFÍ geta fengið styrk úr sjóðnum. Heimilt er að veita styrki til sjóðsfélaga úr sjóðnum í samstarfverkefni við aðra. Þegar umsækjandi fær styrk verður hann að vera í starfi hjá Íslandspósti ohf. eða öðrum fyrirtækjum sem sinna póstþjónustu og hafa gerst aðilar að sjóðnum og staðið skil á iðgjaldi fyrir starfsmenn. Þeir sem láta af störfum hjá þeim fyrirtækjum sem eru aðilar að sjóðnum, eiga ekki lengur rétt til styrkja úr sjóðnum. Þeir sem hafa náð töku ellilífeyris og öryrkjar halda fullum rétti í 12 mánuði frá því að greiðslur til sjóðsins hætta að berast og 36 mánuði í tómstundastyrk. Réttindi miðast við síðustu greiðslur sem berast í sjóðinn.
- Sjóðsfélagar skulu hafa verið félagar í PFÍ í átta mánuði til að eiga rétt á styrk úr sjóðnum. Sjóðsfélagi sem hefur skilað 7.000 kr. í félagsgjöld á síðustu 6 mánuðum á rétt á fullum styrk. Sjóðsfélagi sem greitt hefur 3.500 kr. til 7.000 kr. í félagsgjöld á síðustu 6 mánuðum á rétt á hálfum styrk en þeir sem hafa greitt minna en 3.500 kr. í félagsgjöld á síðustu 6 mánuðum eiga rétt á 25% styrk.
- Erlendir sjóðsfélagar eiga rétt á styrk til íslenskunáms án tillits til félagsaldurs.
- Umsækjandi sem hlotið hefur styrk úr sjóðnum á næstliðnu 12 mánaða tímabili getur að hámarki hlotið styrk er nemur ónotuðu hlutfalli af hámarksupphæð sbr. 5. tölulið.
- Ef styrkloforðs er ekki vitjað innan 9 mánaða frá dagsetningu tilkynningar sjóðsins til umsækjanda fellur styrkloforðið niður.
- Úthlutunarreglur þessar eru samþykktar á stofnfundi starfsmenntunarsjóðs hinn 6. janúar 1998. Sjóðsstjórn getur gert undantekningar frá reglum þessum þyki sérstök ástæða til. Stjórn starfsmenntunarsjóðs gerði síðast breytingar á úthlutunarreglum á fundi sjóðsstjórnar 22. september 2022.