Norræna Póstsambandið
Póstmannafélag Íslands hefur verið aðili að Norræna póstsambandinu frá 1968 (Nordisk Post Union, NPU). Öll norrænu póstmannafélögin, sem eru 9 talsins, eru aðilar að sambandinu.
Formenn félaganna hittast einu sinni til tvisvar á ári, til skiptis í hverju aðildarlandanna og ræða sín hagsmunamál. Eftir þörfum eru haldnar ráðstefnur um einstök mál sem ofarlega eru á baugi hverju sinni.
Í gegnum aðild að NPU er Póstmannafélagið aðili að alþjóðasamtökum sem áður hétu PTTI en heita nú UNI, United Network International, og eru samtök stéttarfélaga þar sem félagsmenn vinna að flutningamálum, fjarskiptum, o.fl. Þessi samtök láta sig varða flest það sem gerist í heiminum og viðkemur launþegum svo sem alþjóðavæðingu og aðbúnaði verkafólks hvar sem er.