Sjúkrasjóður

Greiðslu til sjóðfélaga er bundinn við aðild að sjóðunum líkt og  reglur sjóðanna kveða á um.

Sjúkrasjóður PFÍ greiðir sjúkradagpeninga ef sjóðfélagi verður sökum veikinda eða slyss óvinnufær og launatekjur falla niður. Sjá starfsreglur

Sjúkrasjóður PFÍ veitir ýmsa styrki til sjóðfélaga. Sjá nánar

Sjúkrasjóður PFÍ styrkir eftir 12 mánaða samfellda aðild að sjóðnum og að sjóðsfélagi hafi skilað 7.000kr í félagsgjöld á síðustu 6 mánuðum á rétt á fullum styrk. Sjóðsfélagi sem greitt hefur 3.500kr til 7.000kr í félagsgjöld á síðustu 6 mánuðum á rétt á hálfum styrk en þeir sem hafa greitt minna en 3.500kr í félagsgjöld á síðustu 6 mánuðum eiga rétt á 25% styrk.

Atvinnulausir eiga eingöngu rétt á styrkjum til sjúkraþjálfunar, styrks vegna gleraugnakaupa og meðferðar hjá félagsráðgjafa, sálfræðingi.