Sjúkraþjálfun styrkur er veittur til sjúkraþjálfunar, sjúkranudds, iðjuþjálfa, kírópraktor og nálastungumeðferðar. Sjóðurinn greiðir allt að 2.500kr fyrir hvert skipti. 25 skipti á ári.
Endurhæfing við dvöl Heilsustofnun 2.000kr á dag, hámark 30 daga á 12 mánaða tímabili.
Styrkur til gleraugnakaupa 30.000kr á hverju 36 mánaða tímabili þó er aldrei greitt meira en 50% af kostnaði.
Styrkur til sjónlagsaðgerðar eða augasteinaskipta án þátttöku Sjúkratrygginga Íslands. Upphæð styrks 50.000kr á hvort auga fari kostnaður umfram 200.000kr.
Heyrnartæki. Styrkurinn er 50%kostnaðar sem fer umfram 100.000kr en aldrei meira en 100.000kr á 36 mánaða tímabili.
Ferðakostnaður. Sjóðurinn tekur þátt í ferðakostnaði sjóðfélaga sem fara þurfa útfyrir heimabyggð að læknisráði. Sækja þarf um styrk til Tryggingastofnunar. Sé þeirri beiðni hafnað greiðir sjóðurinn
- 10.000kr fyrir 250 – 400km akstur
- 15.000kr fyrir 400 – 600km akstur
- 20.000kr fyrir 600 – 800km akstur
- 25.000kr. fyrir 800km akstur eða meira.
Miðað er við að ferðalag fram og til baka. Greitt verður fyrir 1 ferð á hverju 12 mánaða tímabili gegn kvittun fyrir fargjaldi og staðfestingu læknis.
Styrkur vegna skoðunar hjá Hjartavernd 12.000kr einu sinni á ári en aldrei meira en 50% kostnaðar.
Styrkur vegna glasa- og tæknifrjóvgunar er veittur tvisvar. Í fyrsta skipti 100.000kr og í síðara skipti 75.000 þó aldrei meira en 50% kostnaðar.
Styrkur vegna meðferðar hjá viðurkenndum meðferðaraðilum; félagsráðgjafa, fjölskylduráðgjafa, sálfræðingi eða geðhjúkrunarfræðingi. 6.000kr í allt að 15 skipti á ári þó er aldrei greitt meira en 50% af kostnaði.
Fæðingarstyrkur. Upphæð er kr. 100.000. Sjóðsfélagi sem hefur verið starfandi síðustu 6 mánuði fyrir fæðingu barns og hefur gildan ráðningarsamning við upphaf fæðingarorlofs á rétt á styrk. Umsókn þarf að berast áður en barn nær 18 mánaða aldri. ( fæðingarvottorð fylgi umsókn )
Sótt er um styrki á Mínum Síðum PFI