Kjaraviðræður hafnar af fullum krafti

Í gær var fyrsti fundur vegna nýs kjarasamnings Póstmannafélags Íslands og Íslandspósts haldinn. Á fundinum lagði saminganefnd PFÍ fram sína kröfugerð sem mótuð hefur verið með fjölda funda. Samið verður á sambærilegan hátt og á almennum markaði.
Það er afar ánægjulegt að viðræðurnar eru farnar af stað og mun það liggja fyrir að lagður verður kraftur í þessar viðræður og boðað hefur verið til næsta fundar á morgun miðvikudag.

Samninganefnd PFÍ