Niðurstöður kosningar um kjarasamning

Niðurstöður í atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks PFÍ um nýgerðan kjarasamning við SA og Íslandspóst liggja nú fyrir eftir að kosningu lauk kl. 12 í dag.

Kjarasamningur var samþykktur með 87,70% atkvæða.
Á kjörskrá voru 383 félagar og greiddu 187 atkvæði eða 48,8%.
Já sögðu 164 eða samtals 87,70% og nei sögðu 14 eða samtals 7,49%.
Þau sem tóku ekki afstöðu voru 9 eða 4,81%.

Atkvæðagreiðsla um samninginn var rafræn á pfi.is og stóð yfir dagana 17. – 23. maí.

Til hamingju með nýjan kjarasamning.